Kupu reykskynjari reykskynjarar Lento reykskynjari reykskynjarar Staðsetning reykskynjara reykskynjarar Um Jalo Helsinki reykskynjarar Sölustaðir reykskynjarar Netverslun

________________________________________________________________________________________


Staðsetning reykskynjara

Eldur og reykur er ein mesta ógn sem getur steðjað að okkur heima. Á hverju ári verður eldur laus á fjölmörgum heimilum og veldur á stundum stórtjóni á íbúðum, innanstokksmunum og getur jafnvel kostað mannslíf. Reykskynjarar geta bjargað mannslífum og eiga að vera á hverju heimili.

Á nútíma heimili ætti að vera einn reykskynjari í hverju herbergi. Þá á að minnsta kosti að setja upp framan við eða í hverri svefnálmu og á hverri hæð á heimilinu. Í langan gang skal setja skynjara við báða enda. Algengt er að sjónvörp og tölvur séu í barna- og unglingaherbergjum og skal þá setja reykskynjara í þau.

Setjið reykskynjara sem næst miðju lofts og aldrei nær vegg eða ljósi en sem nemur 30 sm. Staðsettu reykskynjarana ávallt eins hátt uppi eins og hægt er vegna þess að reykur stígur upp. Staðsetjið þó aldrei reykskynjarana í kverkinni milli lofts og veggjar, vegna þess að. u.þ.b. 25 cm svæði niður á vegginn eða út á loftið er oft á tíðum reyklaust. Forðist að setja reykskynjara á það svæði. Í risi eða á hallandi lofti skal staðsetja skynjarana eins ofarlega og hægt er.

Sömu reglur um notkun og staðsetningu reykskynjara gilda fyrir orlofshús. Reykskynjari á að vera í bílskúr.

Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins: www.shs.is

__________________________________________________________________

Umboðsaðili Jalo Helsinki á Íslandi Samstarfsaðilar
__________________________________________________________________